SKOTVÍS - Hreindýraveiðar

Timeline created by Skotvis
 • Konungstilskipun um flutning hreindýra til Íslands

 • 13 hreindýr sett á land í Vestmannaeyjum

 • 23 hreindýr sett á land í Hafnarfirði

  Dýrin sett á land í Hafnarfirði og sleppt lausum í fjöllin þar suður og upp af. 30 dýr lögðu upp í ferðina frá Noregi (), en 23 lifðu af flutninginn. Ekki mun það vera upplýst, hvenær það hefur ráðist, að þessi hópur dýranna skyldi settur á land í Hafnarfirði, og ótrúlegt þykir, að sú ákvörðun hafi verið tekin löngu fyrir fram. Hugsanlegt er, að þeim, sem þar réðu mestu um, hafi þótt nokkur dýr reynsla fengin vera fyrir flutningi hreindýra til Rangárvallasýslu.
 • 30 hreindýr sett á land við Eyjafjörð

 • 35 hreindýr sett á land í Vopnafirði

  Þau hreindýr, sem hér um ræðir, voru síðustu hreindýrin, sem flutt voru til landsins. Þau voru sett á land í Vopnafirði árið 1787. "Þetta sumar innkom á Vopnafirði 35 hreindýr, sem voru send til Hofsós, en náðu þar ei höfn sökum ísa."
 • Konungstilskipun um leyfi til að fanga og skjóta hreindýr á Íslandi

  Á síðari hluta l8. aldar voru flutt hingað til lands hreindýr frá Finnmörku og þeim sleppt á nokkrum stöðum hér á landi. Ráðagerðir voru um það í upphafi að alfriða hreindýrin, en ekki munu slík ákvæði hafa verið sett. Hins vegar virðist hafa verið á því byggt að veiði hreindýra væri óheimil, sbr. konungsúrskurð 19. maí 1790.
 • Konungstilskipun um hreindýraveiðar

 • Konungstilskipun um hreindýraveiðar

 • Konungstilskipun um hreindýraveiðar

 • Tilskipun um veiði á Íslandi

  Þegar hreindýrum fór að fjölga hér á landi fór að gæta þeirrar skoðunar að þau yllu verulegu tjóni á gróðri og spilltu með því m.a. beit fyrir sauðfé. Þetta viðhorf var orðið áhrifamikið í byrjun 19. aldar og fór svo að lokum að takmarkanir á veiði hreindýra voru afnumdar í veiðitilskipuninni frá 20. júní 1849. Var þar svo kveðið á að hreindýr mætti veiða hvar sem væri. Var byggt á því að hreindýr yllu miklum spjöllum á gróðri og því bæri að stuðla að veiði þeirra.
 • Lög nr. 6/1882 um friðun fugla og hreindýra, ásamt síðari breytingu nr. 33/1885

  Með lögum nr. 6/1882 voru á ný tekin upp ákvæði til verndar hreindýrum. Skyldu þau vera friðhelg frá 1. janúar til 1. ágúst ár hvert. Hreindýrum fækkaði samt á þeim harðindaárum sem í hönd fóru.
 • Viðaukalög við tilskipun um veiði á Íslandi 20. júní 1849, nr. 15/1890

 • Lög nr. 42/1901 um friðun hreindýra

  Var gripið til þess ráðs með lögum nr. 42/1901 að friða hreindýr algjörlega fyrir veiðum í 10 ár frá 1. janúar 1902 að telja. Jafnframt var með lögum þessum numið úr gildi fyrrgreint ákvæði veiðitilskipunarinnar frá 1849 að hreindýr (,,hreina``) mætti veiða hvar sem væri. Verður að líta svo á að síðastgreint ákvæði hafi verið fellt úr gildi fyrir fullt og allt, enda þótt friðun samkvæmt lögum nr. 42/1901 væri út af fyrir sig tímabundin. Þar með var úr sögunni sú heimild sem verið hafði til að s
 • Lög um framlenging á friðunartíma hreindýra, nr. 45/1911

  Friðunartími samkvæmt lögum nr. 42/1901 var framlengdur með lögum nr. 45/1911 og lögum nr. 49/1917.
 • Lög nr. 49/1917 um framlenging á friðunartíma hreindýra

  Friðunartími samkvæmt lögum nr. 42/1901 var framlengdur með lögum nr. 45/1911 og lögum nr. 49/1917.
 • Lög nr. 33/1927 um friðun hreindýra

  Samkvæmt lögum nr. 33/1927 áttu hreindýr að vera friðuð hvarvetna fyrir skotum og öðrum veiðivélum til 1. janúar 1935, en heimilt skyldi þó að handsama þau til eldis.
 • Lög nr. 49/1937 um friðun hreindýra

  Eigi var þess gætt að setja friðunarákvæði fyrr en með lögum nr. 49/1937. Samkvæmt þeim lögum skyldi friðunartíminn ná fram til 1. janúar 1945, en að öðru leyti voru ákvæði laganna sama efnis og lög nr. 33/1927.
 • Lög nr. 28/1940 um friðun hreindýra og eftirlit með þeim, ásamt síðari breytingu nr.72/1954

  Ný lög voru samþykkt á Alþingi í árslok 1939, lög nr. 28/1940, um friðun hreindýra og eftirlit með þeim. Eru þau enn í gildi [1988], en var breytt nokkuð með lögum nr. 72/1954, sbr. einnig lög nr. 75/1982.
 • Lög nr. 72/1954 um friðun hreindýra og eftirlit með þeim, breyting á lögum nr. 28/1940

  Samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1940 nutu hreindýr upphaflega algjörrar friðunar, en ráðherra var þó heimilt að láta veiða hreintarfa, ef sérstök ástæða virtist til, og enn fremur að veita mönnum leyfi til að handsama dýr til eldis. Þessu ákvæði var breytt nokkuð með fyrrnefndum lögum nr. 72/1954 og undanþáguheimildin rýmkuð. Getur ráðherra nú heimilað veiðar ef eftirlitsmaður hreindýra telur að þeim hafi fjölgað svo að stofninum stafi ekki hætta af veiðum.
 • Arðgreiðslufyrirkomulag sett í lög

  Ráðherra á að setja reglur um veiðarnar að fengnum tillögum hlutaðeigandi sýslumanna og eftirlitsmanna. Einnig á ráðherra að kveða á um hvert sá hagnaður á að renna, sem kann að verða af veiðunum.
 Framan af var einnig heimilað að selja veiðifélögum og síðar einnig einstaklingum leyfi til að veiða dýr til viðbótar eða dýr sem hreppar nýttu sér ekki, sbr. t.d. 4. gr. reglna nr. 110/1956 og 5. gr. reglna nr. 263/1960.
 • Reglugerð nr. 110/1956, um hreindýraveiðar í Múlasýslum

  Reglur hafa verið settar um hreindýraveiðar samkvæmt lögum nr. 28/1940, sbr. lög nr. 72/1954 um breytingu á þeim lögum. Þar hefur verið tilgreind sú tala hreindýra, sem leyft er að veiða, og þeim skipt milli nafngreindra hreppa, sbr. t.d. 3. gr. reglna nr. 110/1956, um hreindýraveiðar í Múlasýslum árið 1956, 3. gr. reglna nr. 263/1960, um hreindýraveiðar í Múlasýslum og nú síðast 2. gr. reglna nr. 317/1987, um hreindýraveiðar árið 1987.
 • Reglugerð nr. 263/1960, um hreindýraveiðar í Múlasýslum

  Reglur hafa verið settar um hreindýraveiðar samkvæmt lögum nr. 28/1940, sbr. lög nr. 72/1954 um breytingu á þeim lögum. Þar hefur verið tilgreind sú tala hreindýra, sem leyft er að veiða, og þeim skipt milli nafngreindra hreppa, sbr. t.d. 3. gr. reglna nr. 110/1956, um hreindýraveiðar í Múlasýslum árið 1956, 3. gr. reglna nr. 263/1960, um hreindýraveiðar í Múlasýslum og nú síðast 2. gr. reglna nr. 317/1987, um hreindýraveiðar árið 1987.
 • Lítum á félag okkar sem menningarfélag

 • Hreindýranefnd - Undirbúningur frumvarps til laga um friðun hreindýra og eftirlit með þeim

 • Setja þarf lög um hreindýraveiðar

 • Allir fái jafnan aðgang að hreindýraveiðinni

 • Reglur nr. 304/1986 um hreindýraveiðar árið 1986

  [Reglur nr. 304/1986 um hreindýraveiðar 1986](reglur_304_1986_hreindyrav_1986.pdf)
 • Þjóðin á hreindýrin, ekki landeigendur á austurlandi

 • Reglur nr. 317/1987 um hreindýraveiðar árið 1987

  Reglur nr. 317/1987 um hreindýraveiðar árið 1987Reglur hafa verið settar um hreindýraveiðar samkvæmt lögum nr. 28/1940, sbr. lög nr. 72/1954 um breytingu á þeim lögum. Þar hefur verið tilgreind sú tala hreindýra, sem leyft er að veiða, og þeim skipt milli nafngreindra hreppa, sbr. t.d. 3. gr. reglna nr. 110/1956, um hreindýraveiðar í Múlasýslum árið 1956, 3. gr. reglna nr. 263/1960, um hreindýraveiðar í Múlasýslum og nú síðast 2. gr. reglna nr. 317/1987, um hreindýraveiðar árið 1987.
 • Fréttatilkynning

 • Reglur nr. 329/1990 um hreindýraveiðar árið 1990

  [Reglur nr. 329/1990 um hreindýraveiðar árið 1990](reglur_329_1990_hreindyrav_1990.pdf)
 • Reglur nr. 210/1991 um hreindýraráð

 • Reglur nr. 355/1991 um hreindýraveiðar árið 1991

  [Reglur nr. 355/1991 um hreindýraveiðar árið 1991](reglur_355_1991_hreindyrav_1991.pdf) Dagblaðið Vísir - Fráleitt að fá ekki að vera með í ráðum
 • Vetrarveiðar á hreindýrum

 • Reglugerð nr. 402/1994 um stjórn hreindýraveiða

 • Reglugerð nr. 291/1995 um veiðikort og hæfnispróf veiðimanna, ásamt síðari breytingum

 • Breyting á reglugerð um hreindýraveiðar

 • Reglugerð nr. 452/2000 um stjórn hreindýraveiða

 • Lög nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun, ásamt síðari breytingum

 • Reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða

 • Reglugerð nr. 487/2003 um skiptingu arðs af hreindýraveiðum

 • Reglugerð nr. 637/2005 um verkunarstöðvar fyrir hreindýrakjöt, ásamt síðari breytingum

 • Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði stofnað

 • Reglugerð nr. 424/2012 um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða

  Reglugerð nr. 424/2012 um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða Ályktun Aðalfundar SKOTVÍS 2003 (flutningsmaður: Sólmundur Tr. Einarsson) og barátta SKOTVÍS skilar sér í reglugerð sem gerir kröfu um skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða.
 • Reglugerð nr. 51/2013 um stjórn hreindýraveiða (breyting)

 • Period: to

  Innflutningur hreindýra frá Noregi

 • Period: to

  Umsjónarmaður með hreindýrastofni heyrir undir menntamálaráðuneyti

  Hreindýr voru friðuð (gresjun leyfð) fram til 1953, þegar veiðar gátu hafist aftur í stærri stíl. Árangur friðunarinnar varð eftir þiem tölum, sem fyrir liggja: fjölgun úr sem næst eitt hundarð dýrum 1939 í allt að tveimur þúsundum 1954. Á friðunartímabilinu var törfum skipulega fækkað um 20-60 á hverju hausti. Fyrsti eftirlitsmaður með hreindýrastofninum: Friðrik Stefánsson, bóndi á Hóli, Fljótsdalshreppi (1940-1956). Egill Gunnarsson, Egilstöðum, Fljótsdal var eftirmaður Friðriks.
 • Period: to

  Veiðistjóraembættið heyrir undir landbúnaðarráðuneyti

 • Period: to

  Barátta SKOTVÍS fyrir lögum um hreindýraveiðar

 • Period: to

  Veiðistjóraembættið flyst til nýstofnaðs umhverfisráðuneytis og tekur yfir málefni hreindýra

 • Period: to

  Veiðistjóraembættið lagt niður. Veiðistjóri heyrir undir Veiðistjórnunarsvið umhverfisstofnunar

 • Period: to

  Veiðistjórnunarsvið lagt niður. Veiðimálefni heyra undir Náttúru- og dýraverndunardeild

 • Period: to

  Náttúru - og dýraverndunardeild lögð niður. Veiðimálefni heyra undir Veiðistjórnunarteymi