Geðhvarfasýki

  • John Watson

    John Watson
    Faðir atferlishyggjunnar, John Watson fæddist á þessum degi. Hann gerði tilraunina á Alberti litla.
  • Fyrsta brjóstastækkunin

    Fyrsta brjóstastækkunin
    Fyrsta brjóstastækkunin var framkvæmd 1895 þegar fituæxli af baki sjúklings var notað til að bæta upp í brjóstvef sem hafði verið fjarlægður vegna æxlis.
  • Dagsetningar á tímalínu

    Dagsetningarnar á þessari tímalínu eru ekki nákvæmtar vegna þess að aðeins fyrsta boxið er með réttri dagsetningu. Ég setti inn mismunandi ártöl til þess að fá textann í rétta röð þannig ártölin eru ekki rétt nema í fyrsta dálk. Einnig eru réttar dagsetningar hjá Högna Egilsson sem tengist efninu og þeim dálkum sem tengjast ekki efninu.
  • Uppruni geðhvarfasýki

    Samkvæmt proquest var fyrst byrjað að rannsaka geðhvarfasýki árið 1945.
  • Hvað er geðhvarfasýki

    Hvað er geðhvarfasýki
    Geðhvarfasýki eða geðhvörf er ekki algengur sjúkdómur hér á Íslandi en aðeins 1-2% af þjóðinni er greint með geðhvarfasýki. Þessi sjúkdómur getur verið í mis langan tíma í hvert skipti en þá ertu með með þunglyndi eða maníu en einnig getur sjúkdómstímabilið enst í aðeins eitt tímabil en stundum í nokkur, það er misjaft eftir manneskjum. Á þessum tímabilum getur sjúklingur verið alveg út úr heiminum og verið sturlaður og einnig getur raunveruleikaskyn hans verið verulega brenglað.
  • Greining barna og unglinga

    Greining geðhvarfasjúkdóms á börnum og unglingum getur verið erfið. Skoðunin á þessum sjúdómum getur verið mismunandi, dæmi um það er t.d. Evrópa og Bandaríkin, þau eru almennt sammála um það hvernig eigi að greina þunglyndi hjá börnum og unglingum. Hinsvegar hér í Evrópu er greining á oflæti(maníu) mikið minni en í Bandaríkjunum, það að greiningar eru mismunandi veldur ósamræmi á algengitölu sjúkdómsins.
  • Oflæti og geðhvarfasjúkdómur ekki það sama

    Það er oft flokkað oflæti og geðhvarfasjúkdóm undir það sama, en það er ekki það sama, oflæti er meira eins og þegar um bráðarástand er að ræða en geðhvarfasjúkdómurinn er meira eitthvað sem er til staðar lengur. 
  • Meðferð geðhvarfasýki

    • Meðferð geðhvarfasýki getur verið margþætt; Sálfélagsleg meðferð og einnig lyfjameðferð
    • Fræðsla til einstaklings og fjölskyldu um sjúkdóminn (þekkja einkenni)
    • Samvinna við skólaumhverfi, einstaklingsmiðuð námsskrá
    • Mikilvægi reglufestu í lífinu, svefn, mataræði, áfengisneysla
    • Lyfjameðferð - hún getur verið einstaklingsbundin, hún byggir á rannsóknum á fullorðnum, oft þarf fleiri en eitt lyf til að ná og halda jafnvægi og það geta verið aukaverkanir lyfjanna
  • Lyf við geðhvarfasýki

    • Seretónin aukandi lyf (SSRI - selective seretonin reuptake inhibitor) í töflum og vökva
    • Seretónín og noradrenalín aukandi lyf í töfluformi
    • Þríhringlaga lyf í töflum og innspýtingum
    • Fjórhringlaga lyf í töflum
    • Mónóamínóoxíðasamhemjandi lyf í töflum *Lítíumsölt í töfluformi (í erfiðari tilvikum)
  • Oflæti/manía

    Oflæti/manía er sálfræðilegt ástand sem gerir það að verkum að sjúklingar upplifa óraunhæfa vellíðan sem getur ekki verið gott að því leitinu til t.d. að þeir fá ranghugmyndir sem getur verið mjög slæmt en einnig geta þeir upplifað óraunhæt vellíðan. Einnig geta sjúklingar ekki borðað né sofið á meðan á maníunni stendur, þeir geta stundað hættulega hegðun eins og að skaða sig, einnig eiga þeir hættu á að upplifa ofskynjanir.
  • Einkenni oflætis/maníu hjá börnum

    Einkenni oflætis hjá börnum er t.d. pirringur og löng alvarleg skapköst frekar en vellíðunartilfining en einnig geta þessi einkenni líka verið hjá ADHD sjúklingum (60-90% barna uppfylla einnig ADHD greiningu) þannig að þessi einkenni eru ekki einungis tengd við geðhvarfasýki.
  • Unglingar erfiðari

    Unglingar svara meðferð almennt verr en fullorðnir einstaklingar og algengt er að alger bati náist ekki. Sláandi tala sem kemur eflaust á óvart er að talið er að yfir 70% veikist aftur af þeim sem hafa náð bata eftir fyrstu meðferð sjúkdómsins.
  • Högni Egilsson2

    Högni er dæmi um það að fólk getur lifað eðlilegu lífi þrátt fyrir að vera með þennan sjúkdóm, hann hefur gefið út mörg lög með hljómsveitinni sinni Hjaltalín og hefur náð góðum árangri. Þrátt fyrir alvarleika sjúkdómsins þá geta lyf og fleira haldið sjúkdómnum í skefjum og gert fólki kleift um það að lifa eðlilegu lífi.
  • Högni Egilsson

    Högni Egilsson er dæmi um einstakling sem greindist með geðhvarfasýki snemma á árinu 2012. Hann talar um þegar hann byrjaði að fá einkennin, hann er einn af þeim sem greinist með sjúkdóminn á fullorðinsárunum en hann eyddi tíma á geðdeild í kjölfari þess. Hann talar um það þegar hann fer í maníur og örlyndi og þá líður honum eins og hann geti sigrað heiminn en enginn trúir honum og þá finnst honum allir aðrir vera geðveikir í kringum sig.
  • Samantekt

    Eins og sjá má er ekki auðvelt að greina þessa sjúkdóma vegna þess að þeir geta komið inn á svo margt annað líka. Erfiðast er að greina börn og unglinga með þennan sjúkdóm vegna þess að líklegt er að þeir séu einnig með ADHD. Hægt er að nota mörg mismunandi lyf við sjúkdómunum og einnig eru nokkrar aðferðir sem hægt er að nota til þess að minnka áhrif sjúkdómanna. 
  • Sambandsstaða á facebook

    Sambandsstaða á facebook
    Þennan dag byrjuðum við kærastinn minn officially í sambandi á facebook
  • Ísland vann England

    Ísland vann England
    Stór atburður þegar Ísland vann England í fótbólta á EM í Frakklandi sem gerði allt sturlað.