Jólin

By bergur
  • Þorláksmessa

    Þorláksmessa, sem er þann 23. desember, er haldin til minningar um Þorlák hinn helga Þórhallsson biskup í Skálholti.
  • Aðfangadagur

    Aðfangadagur eða Aðfangadagur jóla (sem á sér gömul samheiti eins og affangadagur eða tilfangadagur) er hátíðardagur í kristinni trú. Orðið aðfangadagur mun að líkindum vera þýðing á gríska orðinu parasceve (undirbúningur) sem notað var um daginn fyrir páskahelgina, þ. e. föstudaginn langa. En er núorðið eiginlega aðeins haft um 24. desember en það er dagurinn fyrir jóladag og því nefndur svo. Aðfangadagur páska og aðfangadagur hvítasunnu voru einnig áður fyrr nöfn á laugardögunum fyrir þessa he
  • Jóladagur

    Jóladagur er hátíðisdagur á jólunum, þann 25. desember. Að kristnum sið er haldið upp á fæðingu Jesú, sem sagður er hafa verið uppi á 1. öld og kristnir menn trúa hafa verið sonur og holdgervingur guðsins Jahve. Í flestum vestrænum löndum skiptist fólk á gjöfum og sumir fara í messu. Þegar Jóladag ber upp á mánudag kallast það Brandajól.