4bekkjarrrráð

Vinátta tveggja kvenna

 • Akureyri

  Akureyri
  Þrjár fræknar vöknuðu eldsnemma að morgni hins 5.febrúar til þess að keyra til skíðaparadísarinnar Akureyrar. Ekki reyndist erfitt fyrir þær að vakna þar sem áfengisneysla var með öllu bönnuð fyrir telpurnar en þær voru víst nýnemar. Margt gerðist í ferðinni en þar ber hæst að nefna þegar skytturnar þrjár keyrðu án ljósa og voru blikkaðar af flestum íbúum bæjarins.
 • High five

  High five
  "GÉMMÉR FIMM" sagði Anna og lyfti fæti. Halla skildi nákvæmlega hvað var í gangi og gaf henni samviskusamlega fimm tær.
 • Anna edrú

  Anna edrú
  Þessi mynd er ekki ýkja merkileg en þó fær hún að vera á tímalínu þessari. Ástæða þess er að þarna er Annhildur að sækja Hallfríði og skutla henni á djammið. Þetta er sögulegt af þeirru ástæðu að þetta er eina föstudagskvöld í lífi Önnu þar sem hún ákvað að vera vímuefnalaus.
 • Gollum í bláu lóni

  Gollum í bláu lóni
  Þessi mynd er tekin þegar Þórunn og Anna hittu Gollum í bláa lóninu. Aðspurðar sögðu þær að þetta væri skemmtilegt en þó mjög óvænt. "Það var bara eins og hann væri í þrívídd, þetta var svo raunverulegt" sagði Anna Björk og var mjög uppi með sér.
 • Fyrsti skóladagur HR

  Fyrsti skóladagur HR
  Í desember 2010 fannst dúóinu nóg komið af Verzlunarskóla Íslands og ákváðu að hefja nám í Háskólanum í Reykjavík. Þetta ákváðu þær eftir samkvæmi í kafaraskálanum í Nauthólsvík og skundu þær beint í skólann. Þær reiknuðu þó ekki með því skólinn væri lokaður en það var jólafrí, laugardagur og mið nótt. Það kom þó í hlut herramans sem sennilega hafði fallið í einhverjum áfanga að koma og opna fyrir stelpunum. Anna fór í lögfræði.
 • Akureyrir VOL.2

  Akureyrir VOL.2
  Aftur fóru stelpurnar norður yfir holt og hæðir og stefndu á Akureyri. Það kom þó babb í bátinn og lokað var í fjallinu. Tríóið magnaða lét ekki deigan síga og keyrði til Dalvíkur og renndu sér í Böggvisstaðafjalli. Gleði var ríkjandi í hópnum og má segja að telpurnar hafi skemmt sér konunglega.
 • Gjörningur á listasafni

  Gjörningur á listasafni
  HÚSIÐ ER AÐ HRYNJA! öskraði Anna og beygði sig niður. Allir viðstaddir fylgdu dæmi hennar og meira að segja styttan líka. Anna hló mikið en var engu að síður hent út af safninu.
 • DJAMMÖRK

  DJAMMÖRK
  ANNHILDUR OG HALLFRÍÐUR FÓRU TIL DANMERKUR. ÞAR VAR GAMAN HJÁ HOLM!
 • Morð

  Morð
  Myndin er tekin rétt fyrir morðið á Hallfríði. Annhildur var grunuð.
 • 4.bekkjarráð

  4.bekkjarráð
  Þessar tvær gáfu út bók og höfðu gaman að. Segja má að Anna hafi alveg fengið bókabakteríuna en síðan þá hefur hún gefið út 2 bækur. Í framtíðinni ætlar hún að verða rithöfundur eða útgefandi.
 • Miðstjórnarferð

  Miðstjórnarferð
  Hér eru stelpurnar tvær í útilegu en einnig er Andrea vinkona þeirra með í ferðinni. Að sjálfsögðu er á myndinni Kristall Sport en þetta var jafnframt fyrsta skipti sem Annhildur bragðaði á blöndunni.
 • Týpur á Kaffibarnum

  Týpur á Kaffibarnum
  Eftir gleðskap á Arnarnesinu ákváðu Anna og Halla að prófa nýja hluti og mæta á Kaffibarinn. Til þess að vera hleypt inn stal Halla hatti Samma feita. Ráðabruggið virkaði.
 • Kórferð

  Kórferð
  Stelpurnar brugðu sér í mars mánuði í Bónus, eins og públikkurinn. V-sport varð fyrir valinu og heldur betur mikið af honum. Hann rann síðan ljúflega niður með dassi af Bacardi Razz á hálendi Íslands þar sem þær fögnuðu vel heppnuðu nemó-ferli.
 • ÞJÓÐHÁTÍÐ

  ÞJÓÐHÁTÍÐ
  Það var svo sannarlega skemmtileg hjá þeim stöllum í ágúst mánuði 2012. Þá skelltu vinkonurnar sér til Vestmannaeyja, nánar tiltekið Heimaey, með nokkrum öðrum konum. Margt skeði en hæst ber að nefna færeyinginn Ólaf og að Vera í Halla.
 • Busaferð

  Busaferð
  Hér eru stelpurnar í góðra vina hópi að snæða kvölverð í boði nemendafélagsins. Í matinn var súpa og fleira gott.
 • RUSSIA

  RUSSIA
  Annhildur og Hallfríður reimuðu á sig ferðaskónna og lögðu land undir fót. Áfangastaðurinn var að þessu sinni Rússland en þær voru einmitt búnar að læra um sögu þess í áfanga í Verzlunarskólanum. Mikið var grínað og glensað og margskonar áfengi drukkið. Mintubagg var notað og var vitleysan mikil. Meðfylgjandi mynd var tekin er stúlkurnar rákust á stærsta vasa sem þær höfðu séð og voru að vonum einstaklega hissa.
 • Falleg stund í nemendakjallara

  Falleg stund í nemendakjallara
  Hér liggja stelpurnar á vindsæng og hugsa um Costa Del Sol. Þess má geta að stutt er í umrædda ferð.
 • Messa

  Messa
  Í Desember 2012 héldu Anna, Halla og Katrín messu í hvítum golf. Myndin er tekin þegar þær voru allar andsetnar af heilugum anda.
 • Minnkun

  Minnkun
  Það gerðist í marsmánuði að stelpurnar skruppu saman. Hér er mynd af því.