Rjupa

SKOTVÍS - Rjúpnaveiðar

By Skotvis
  • Period: to

    Lög nr. 6 frá 17. mars 1882

    Með lögum nr. 6 frá 17. mars 1882 um friðun fugla og hreindýra, voru rjúpur friðaðar frá 1. apríl til 20. ágúst ár hvert. En fram til ársins 1882 höfðu rjúpur engrar friðunar notið.
  • Period: to

    Lög nr. 33 frá 16. desember 1885

    Með lögum nr. 33 frá 16. desember 1885, um breytingu á lögunum frá 1882, var ákveðið, að friðunartíminn skyldi verea frá 1. apríl til 20. júlí ár hvert.
  • Period: to

    Lög nr. 50 frá 27. nóvember 1903 um friðun fugla

    Með lögum nr. 50 frá 27. nóvember 1903, um friðun fugla, er ákveðið, að rjúpur skuli vera friðaðar frá 15. febrúar til 5. september ár hvert.
  • Period: to

    Lög nr. 59 frá 10. nóvember 1913, um friðun fugla og eggja

    Í lögum nr. 59 frá 10. nóvember 1913, um friðun fugla og eggja, eru þessi ákvæði um friðun rjúpna: "Rjúpur skulu alfriðaðar á tímabilinu frá 1. febrúar til 20. september og auk þess allt árið 1915, og úr því 7. hvert ár." Morgunblaðið 11. ágúst 1915
  • Alfriðun

  • Period: to

    Bráðabirgðalög nr. 25 frá 26. nóvember 1920, um friðun rjúpna

    Í bráðabirgðalögum nr. 25 frá 26. nóvember 1920, um friðun rjúpna, er skipað svo fyrir, að rjúpur, er samkvæmt hinum almennu friðunarlögum nr. 59 frá 1913 verði alfriðaðar árið 1922, skuli einnig vera alfriðaðar til 1. janúar 1922
  • Alfriðun

  • Period: to

    Lög nr. 14 frá 27. júní 1921, um friðun rjúpna og breyting á lögum um friðun fugla og eggja, nr. 59 frá 1913

    Í lögum nr. 14 frá 27. júní 1921, um friðun rjúpna og breyting á lögum um friðun fugla og eggja, nr. 59 frá 1913, er þetta ákvæði um rjúpnafriðun, "Rjúpur skulu alfriðaðar til 1. október 1924. Frá því ári sé friðunarár rjúpna 7. hvert ár, talið frá 1. október til 30. september árið eftir.
  • Alfriðun

  • Alfriðun

  • Period: to

    Lög nr. 27 frá 4. júní 1924, um breytingar á lögum nr. 59 frá 1913

    Í lögum nr. 27 frá 4. júní 1924, um breytingar á lögum nr. 59 frá 1913, er þetta ákvæði um friðun rjúpunnar, "Rjúpur skulu alfriðaðar á tímabilinu frá 1. janúar til 15. október ár hvert. Nú fækkar rjúpunni svo, að ástæða þykir til þess að friða hana allt árið, og er þá ríkisstjórninni heimilt að skipa svo fyrir með reglugerð um eitt ár í senn." Lesbók Morgunblaðsins 8. apríl 1934
  • Alfriðun

  • Alfriðun

  • Alfriðun

  • Alfriðun

  • Alfriðun

  • Alfriðun

  • Period: to

    Lög nr. 63/1954

    Samkvæmt lögum nr. 63/1954 var veiðitími rjúpna frá 15. október til 22. desember
  • Period: to

    Lög nr. 33/1966

    Enging breyting á veiðitíma rjúpna, 15. október til 22. desember.
  • Styttum veiðitíma rjúpna mótmælt

  • Stytting 15. nóvember - 22. desember (48 dagar)

  • Skotvís hvetur umhverfisráðherra til að stytta ekki rjúpnaveiðitímann

  • Össur Skarphéðinsson ætlar ekki að stytta veiðitíma rjúpunnar eins og í fyrra

  • Tímabundin friðun á Suðvesturlandi

  • Tímabundin friðun svæðis austan Eyjafjarðar

  • Friðland á suðvesturlandi stækkað

  • Rjúpnaráðstefna Skotvís

  • Stytting 25. október - 12. desember (49 dagar) árin 2003-2007

    Kort af friðlandi Tilkynning ráðuneytisins Friðlandið á suðvesturhorninu stækkað 2002-2007
  • Rjúpnaveiðibann til þriggja ára 2003-2005

  • 47 dagar / Rjúpnaveiðibanni aflétt, stytting 15. október - 30. nóvember (47 dagar), auk sölubanns

  • 26 dagar / Stytting 15. október - 30. nóvember (26 dagar, aðeins má veiða fim, fös, lau, sun)

  • 18 dagar / Stytting 1. nóvember - 30. nóvember (18 dagar, aðeins má veiða fim, fös, lau, sun)

  • Rjúpnveiðar heimilar 18 daga / 30. október - 6. desember (18 dagar, aðeins má veiða fös, lau, sun)

  • Rjúpnaveiði 18 dagar / 29. október - 5. desember (18 dagar)

  • Stytting 28. október - 27. nóvember (9 dagar)

  • Rjúpnaveiði í 9 daga / 26. okt-25. nóv, 4 helgar

  • Rjúpnaveiði í 12 daga - 4 helgar

    veiðidagar rjúpu í ár verði tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 25. október til 17. nóvember 2013. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er 42.000 rjúpur og er miðað við 6-7 fugla á hvern veiðimann.
  • 12 Veiðidagar - 4 helgar

    Rjúpnaveiðar munu hefjast föstudaginn 24. október. Heimilt er að veiða í samtals tólf daga sem skiptast á fjórar þriggja daga helgar fram til 16. nóvember. Á síðasta ári ákvað ráðherra fyrirkomulag rjúpnaveiða til þriggja ára
  • 12 veiðidagar

    Veitt verður á fjórum þriggja daga helgum, föstudag, laugardag og sunnudag. Rjúpnaveiðar hefjast nú í ár föstudaginn 25. október.
  • 12 veiðidagar

    Munu því veiðidagar rjúpu í ár verða tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember 2016.
  • 12 veiðidagar

    Í ár er heimilt að veiða 12 daga líkt og árið 2016. Það eru umtalsvert færri dagar en rjúpnaveiðimenn áttu að venjast hér áður fyrr þegar veiðitímabilið stóð í 69 daga.
  • 15 veiðidagar

    Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðidagar rjúpu verði fimmtán talsins í ár 2018, sem skiptast á fimm helgar frá 26. október. Með þessu er ráðherra að fjölga veiðidögum frá í fyrra.
  • 22 veiðidagar

    Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember – 30. nóvember. Leyft er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags í hverri viku. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
  • Veiðidagar 22

    Veiðitímabil rjúpu verður frá 1. - 30. nóvember í ár og er því það sama og á síðasta ári, eins og ákveðið var með reglugerð. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er að sölubann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.