-
Dagsetningarnar á þessari tímalínu eru ekki nákvæmar. Aðeins boxið sem hefur ártalið 1842 er nákvæmt. Ég setti inn mismunandi ártöl til þess að textinn myndi koma í réttri röð.
-
Rannsóknir á sefasýki eða hysteria hófust fyrir næstum því 2. öldum eða 175 árum, en samkvæmt ProQuest var fyrsta rannsóknin gerð 8. október árið 1842. Hysteria kemur frá forngrísku orði hystron sem þýðir leg. Þessi sjúkdómur greinist í báðum kynjum þó svo að hann sé algengastur hjá konum milli 14-25 ára. Hysteria eða sefasýki er ekki algeng hjá konum eftir 45 ára aldur.
-
-
Breuer komst að því að þessi veiki væri sálræn því að hann fann engar líffræðilegar skýringar á málinu. Breuer komst að því að ef að hann dáleiddi Önnu þá mundi hún eftir hlutunum sem að hún hafði ekki munað eftir áður. Hún mundi eftir því hvernig ætti að drekka vatn og hvernig hún talaði þýsku.
-
Sigmund Freud var geðlæknir, taugafræðingur og einn kunnasti sálfræðingur allra tíma. Þegar hann stundaði nám kynntist hann manni sem hét Josef Breuer og þar kynntist hann sefasýkinni.
-
Breuer var að rannsaka stúlku að nafni Anna O. og var hún með sefasýki. Sjúkdómseinkennin hjá henni lýstu sér þannig að hún gat ekki drukkið vatn og var þá tímabundið lömuð. Hún gat ekki talað sitt eigið móðurmál, sem var þýska, heldur gat hún bara talað frönsku og ensku.
-
Freud fannst þetta mjög áhugavert og fór þá í meira nám þar sem hann kynnti sér meira um sefasýki og dáleiðslu.
-
-
Það má segja að sefasýki sé það sama og persónuleikaröskun. Þetta lýsir sér þannig að það kemst ekkert annað að hjá persónunni nema tilfinningar hennar. Tilfinningarnar vekja síðan athygli og samúð. Fólk sem er með sefasýki telur sig vera mjög viðkvæmt. Þau ráða ekki við tilfinningarnar þegar þær eiga sér stað og verða heltekin af þeim þó svo aðstæðurnar séu ekki í þeirra hag. Sefasjúkt fólk vill að annað fólk taki tillit til þeirra þegar þessar tilfinningar eiga sér stað.
-
Þau eiga erfitt með fyrstu kynni og að tengjast við aðra. Kynnin geta byrjað rosa vel og allt mjög vingjarnlegt en síðan gætu þau allt í einu breyst í frekju og einstaklingurinn vilja fá alla athyglina. Mörgum finnst mjög erfitt að kynnast sefasjúku fólki þar sem það getur ekki verið einlægt og það kemur þá í veg fyrir náin tengls. Þess vegna á sefasjúkt fólk oftar erfiðara með einkalífið sitt heldur en í starfið.
-
Einstaklingur missir stjórn á gjörðum sínum og tilfinningum og oft fylgir þessu minnisleysi með tilfinningalegri útrás, sem kemur þá í kjölfar innri átaka.
-
Einkenni sefasjúkra geta komið upp sem óþolinmæði, mikill höfuðverkur, bíta saman tönnunum, gráta og hlægja án ástæðu og fá krampa í magann. Í mörgum tilfellum geta einkennin komið fram í sárum og hömlulausum grátri, minnisleysi, ofbeldisfullum hreyfingum og hjartsláttaóreiglu. Helstu ástæður þess að þú gætir fengið sefasýki er t.d. hræðsla, áhyggjur, þunglyndi, áfall, erfið æska og barnið hefur ekki fengið nægilega tilfinningalegt uppeldi, einnig getur hún stafað af dauða eða missi ástvinar.
-
Sefaskýki er geðvefrænn sjúkdómur þar sem einstaklingur kvartar undan sársauka sem er ekki sjáanlegur. Einkenni sjúkdómsins eru fjölmörg en eiga það sameiginlegt að hafa slæmar afleiðingar. Líf sefasjúkra getur verið mjög erfitt, meðal annars þar sem einstaklingar sem hrjást af sefasýki eiga erfitt með að kynnast nýju fólki. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessi sjúkdómur sem var uppgvötaður fyrir tæpleg 2. öldum sé enn þann dag í dag verið að reyna skoða og skilja.
-
-
-